Verkefnið

Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur stóðu fyrir söfnun íslenskra raddsýna í samstarfi við Google. Gögnin eru aðgengileg á fyrir almenning hér á síðunni og er þetta kjörið tækifæri til að þróa ýmsan m áltæknibúnað fyrir íslensku, eins og til dæmis talgreini. Raddsýnin voru tekin upp á Android G1 símum og eru um 120.000 talsins frá um það bil 220 einstaklingum (sjá grein um söfnunina hér.)

Máltækni

Orðið máltækni er þýðing á enska heitinu Language Technology. Máltækni vísar til hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni í hagnýtum tilgangi, samvinnu sem beinist að því að þróa kerfi sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Þessi samvinna getur bæði falist í notkun tölvutækninnar í þágu tungumálsins og í notkun tungumálsins innan tölvutækninnar. Máltækni er þverfaglegt rannsóknarsvið sem spannar t.d. tölvunarfræði, málvísindi, tölfræði og sálfræði. Frekari upplýsingar má finna á vef Máltæknisetursins.

Markmið

  • Sjá um upptökur á íslensku talmáli.
  • Tryggja að upptökur á íslensku talmáli séu aðgengilegar fyrir þá sem rannsaka og þróa lausnir fyrir íslenskt talmál.
  • Kynna upptökur fyrir þeim sem rannsaka og þróa lausnir fyrir íslenskt talmál.

Aðstandendur verkefnisins